Hinir fornu fjendur Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Highbury í kvöld og því hefur Chelsea nú þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar, svo fátt bendir til annars en að liðið verji titil sinn í vor. Bæði lið fengu færi á að gera út um leikinn í kvöld, sem var hraður og skemmtilegur, en niðurstaðan engu að síðust jafntefli.
