Stu Jackson er glæpamaður 3. janúar 2006 21:00 Það er ekki skrítið þó dómaranum hafi ekki litist á blikuna um daginn þegar Danny Fortson reyndi að ráðast á hann, því eins og sést á myndinni er hann engin smásmíði NordicPhotos/GettyImages Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður. Félagar og andstæðingar Fortson þurftu að hanga í honum í leik fyrir skömmu, þegar hann ætlaði að ráðast á dómarann eftir að hann gaf honum tæknivillu og fyrir vikið fékk Fortson enn eina sektina. Honum þykir sem hann sé lagður í einelti af dómurum og segir að Kobe Bryant hafi til að mynda fengið mun vægari meðferð fyrir olnbogaskot sitt um jólin. "Það sem Stu Jackson gerði mér er að mínu mati glæpsamlegt og ekkert annað," sagði Fortson. "Hann er eins og atvinnukrimmi sem snýr upp á hendina á þér og kúgar af þér peninga. Að ég skuli vera að fá harðari refsingu en Kobe Bryant fékk fyrir að gefa manni olnbogaskot viljandi í andlitið er ekkert annað en fáránlegt og glæpsamlegt," sagði Fortson og bætti við að Jackson hefði látið sig borga himinháa sekt fyrir eitthvað sem dómari leiksins hefði klagað í hann- en Fortson vill meina að dómarinn hafi verið að ljúga öllu saman. Mikið má vera ef NBA-einvaldurinn David Stern fer ekki að skerast í leikinn í garð þessara ummæla, en hann er vanur að láta hratt og örugglega til sín taka ef honum þykir sem einhver sé að draga vald sitt í efa eða sverta nafn deildarinnar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður. Félagar og andstæðingar Fortson þurftu að hanga í honum í leik fyrir skömmu, þegar hann ætlaði að ráðast á dómarann eftir að hann gaf honum tæknivillu og fyrir vikið fékk Fortson enn eina sektina. Honum þykir sem hann sé lagður í einelti af dómurum og segir að Kobe Bryant hafi til að mynda fengið mun vægari meðferð fyrir olnbogaskot sitt um jólin. "Það sem Stu Jackson gerði mér er að mínu mati glæpsamlegt og ekkert annað," sagði Fortson. "Hann er eins og atvinnukrimmi sem snýr upp á hendina á þér og kúgar af þér peninga. Að ég skuli vera að fá harðari refsingu en Kobe Bryant fékk fyrir að gefa manni olnbogaskot viljandi í andlitið er ekkert annað en fáránlegt og glæpsamlegt," sagði Fortson og bætti við að Jackson hefði látið sig borga himinháa sekt fyrir eitthvað sem dómari leiksins hefði klagað í hann- en Fortson vill meina að dómarinn hafi verið að ljúga öllu saman. Mikið má vera ef NBA-einvaldurinn David Stern fer ekki að skerast í leikinn í garð þessara ummæla, en hann er vanur að láta hratt og örugglega til sín taka ef honum þykir sem einhver sé að draga vald sitt í efa eða sverta nafn deildarinnar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira