Bryan Robson ætlar að biðla til nígeríska knattspyrnusambandsins að fá að halda framherja sínum Kanu lengur á Englandi en til stóð, en Kanu er sem kunnugt er á leið í Afríkukeppnina. "Kanu er okkur mjög mikilvægur og ef ég gæti fengið að halda honum í tvo leiki í viðbót, yrði það okkur mjög dýrmætt, en þýddi samt sem áður ekki að hann missti af neinum leikjum með landsliðinu," sagði Robson.
