New York lagði Phoenix í maraþonleik 3. janúar 2006 11:15 Steve Nash og félagar þurftu að lúta í gras gegn New York í sannkölluðum maraþonleik í nótt NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira