Skin og skúrir, en bjart framundan 28. desember 2006 06:00 Ingólfur Helgason. Velgengni Kaupþings var ríkissjóði happafengur og innkoma banka á íbúðalánamarkað var mesta kjarabót almennings. Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00