Veikur grunnur íslensku krónunnar er áhyggjuefni 28. desember 2006 06:45 Ólafur Ólafsson Í grein sinni segir Ólafur að horfur í viðskiptum á næsta ári séu almennt góðar og telur tilefni til sæmilegrar bjartsýni. Mynd/Hreinn Magnússon Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni. Þá var ekki síður athyglisvert að sjá hvernig íslenski fjármálamarkaðurinn og stjórnendur fyrirtækja brugðust við þessari árás. Með markvissum vinnubrögðum tókst að hrinda atlögunni og endurheimta fyrra traust. Einnig hefur verið áhugavert að fylgjast með áframhaldandi uppgangi íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum vettvangi og hversu vel flest þau verkefni hafa verið að ganga. Á mínum starfsvettvangi hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umskipta. Í kjölfar breyttrar starfsemi sem einskorðast við neytendamarkað í Vestur-Evrópu var nafni SÍF breytt í Alfesca. Hafa breytingarnar gengið mjög vel og framundan eru mjög áhugaverðir tímar í rekstri fyrirtækisins að okkar mati. Hjá Samskipum höfum við verið að reka endahnútinn á sameiningu allrar starfsemi félagsins undir einu nafni og hefur það verið flókið og erfitt ferli. Samtímis hefur verið unnið að áframhaldandi uppbyggingu, bæði heima og erlendis, og tókum við m.a. í gagnið fjögur ný gámaflutningaskip á árinu í Evrópusiglingum félagsins. Almennt eru horfur í viðskiptum nokkuð góðar á komandi ári. Ég tel að menn geti verið sæmilega bjartsýnir hvað varðar rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði innanlands og utan, þó svo smæð myntkerfisins og sveiflukennd áhrif krónunnar á stöðu fyrirtækja og þar með á efnahagslífið séu vissulega áframhaldandi áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira