Stormasamt en gjöfult ár að baki 28. desember 2006 06:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Árið hefur að mati Hreiðars öðru fremur einkennst af varnarsigrum. Bankinn seldi meðal annars hlut sinn í Exista til að koma til móts við gagnrýni. Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira