Stormasamt en gjöfult ár að baki 28. desember 2006 06:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Árið hefur að mati Hreiðars öðru fremur einkennst af varnarsigrum. Bankinn seldi meðal annars hlut sinn í Exista til að koma til móts við gagnrýni. Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira