Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði 30. nóvember 2006 06:45 Aðalsteinn Baldursson Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir . Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir .
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira