Ferð til Íslands í brúðkaupsgjöf 30. nóvember 2006 06:00 Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira