Auðmenn ráði ekki útliti miðbæjarins 28. nóvember 2006 06:15 Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira