Norðmenn vænta þátttöku í kostnaði varnarsamstarfs 28. nóvember 2006 07:00 Anne-Grete Strøm-Erichsen Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga. Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga.
Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira