Ég er maður eins og þeir 24. nóvember 2006 01:00 Guðmundur Erlingsson leikstjóri MYND/gva Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“ Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira