Gerviliðaaðgerðir til skoðunar 24. nóvember 2006 00:00 Sjúklingar sem bíða eftir gerviliðaaðgerð þurfa allir að ganga í gegnum miklar þjáningar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira