Ljósmyndarar stefna dómsmálaráðherra 20. nóvember 2006 05:15 Gunnar Leifur Jónasson, formaður ljósmyndararafélagsins Segir að ljósmyndastofur á landsbyggðinni séu í útrýmingarhættu. MYND/Valgarður Ljósmyndastofur utan Reykjavíkursvæðisins eru óðum að hætta störfum og ljósmyndaiðn gæti lagst þar af, fari sýslumanns-embættin ekki eftir samkeppnislögum og láti af myndatökum fyrir vegabréf, segir Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, en með nýju fyrirkomulagi vegabréfaútgáfu fóru sýslumenn að bjóða fólki upp á ókeypis myndatökur. Félagið hefur stefnt Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra fyrir brot á ákvæði samkeppnislaga, sem fjallar um lögverndun iðngreina. „Sýslumenn landsins eru í raun að reka eigin ljósmyndastofur. Tekjutapið er 50 til 60 milljónir," segir Gunnar. Kristján L. Möller, Samfylkingunni, spurði dómsmálaráðherra út í málið á þingi í gær. Sagði Björn að þetta fyrirkomulag hefði verið rætt við ljósmyndara á sínum tíma að viðstöddum fulltrúa Samtaka iðnaðarins. Svo virtist sem ljósmyndarar hefðu nú skipt um skoðun. „Ég tel að þetta sé þjónusta við neytendur og það eru á þriðja tug þúsunda manna sem hafa nýtt sér hana," sagði Björn. Gunnar Leifur er á öndverðri skoðun. „Það var ákveðið að gera þetta án þess að tala við okkur, við fréttum af þessu fyrirkomulagi erlendis frá. Þá fengum við fund með ráðherra og á honum var okkur sagt að það sem fram færi hjá sýslumönnum yrði sjálfsafgreiðsla. Annað kom á daginn." Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Ljósmyndastofur utan Reykjavíkursvæðisins eru óðum að hætta störfum og ljósmyndaiðn gæti lagst þar af, fari sýslumanns-embættin ekki eftir samkeppnislögum og láti af myndatökum fyrir vegabréf, segir Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, en með nýju fyrirkomulagi vegabréfaútgáfu fóru sýslumenn að bjóða fólki upp á ókeypis myndatökur. Félagið hefur stefnt Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra fyrir brot á ákvæði samkeppnislaga, sem fjallar um lögverndun iðngreina. „Sýslumenn landsins eru í raun að reka eigin ljósmyndastofur. Tekjutapið er 50 til 60 milljónir," segir Gunnar. Kristján L. Möller, Samfylkingunni, spurði dómsmálaráðherra út í málið á þingi í gær. Sagði Björn að þetta fyrirkomulag hefði verið rætt við ljósmyndara á sínum tíma að viðstöddum fulltrúa Samtaka iðnaðarins. Svo virtist sem ljósmyndarar hefðu nú skipt um skoðun. „Ég tel að þetta sé þjónusta við neytendur og það eru á þriðja tug þúsunda manna sem hafa nýtt sér hana," sagði Björn. Gunnar Leifur er á öndverðri skoðun. „Það var ákveðið að gera þetta án þess að tala við okkur, við fréttum af þessu fyrirkomulagi erlendis frá. Þá fengum við fund með ráðherra og á honum var okkur sagt að það sem fram færi hjá sýslumönnum yrði sjálfsafgreiðsla. Annað kom á daginn."
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira