Háhýsi í Laugarnesi 20. nóvember 2006 06:30 Norðan megin við Kleppsveginn er hugmyndin að byggja 124 þúsund fermetra háhýsabyggð. „Frá þessum húsum er frábært útsýni í norður til Esjunnar, til vesturs í átt að miðbæ Reykjavíkur, sem og í austur í átt að Mosfellsbæ,“ segja GP-arkitektar. MYND/Anton Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira