Mikil steranotkun í fitness-keppnum 18. nóvember 2006 09:30 Þórólfur Þórlindsson prófessor. Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en íþróttaiðkun. MYND/Anton Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar. Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar.
Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira