Höfða mál gegn olíufélögunum 18. nóvember 2006 09:15 Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar. Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar.
Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira