Höfða mál gegn olíufélögunum 18. nóvember 2006 09:15 Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar. Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar.
Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira