Ávinningurinn af samráði ótvíræður 18. nóvember 2006 08:30 Tankar olíufélaganna Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum fer fram 22. nóvember. fréttablaðið/e.ól Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira