Vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti 17. nóvember 2006 00:30 Sveitarstjórnarmenn krefjast hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum Fréttablaðið/rósa Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira