Samið um tolla við Evrópusambandið 17. nóvember 2006 03:30 Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna. Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna.
Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira