Kynna hefði átt yfirlýsingu í borgarráði 17. nóvember 2006 02:00 Ráðhús Reykjavíkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum." Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum."
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Sjá meira