Norsk Hydro vill reisa álver á Íslandi 17. nóvember 2006 03:00 Norsk Hydro hyggur á landvinninga hér á landi og vill reisa álver. MYND/vilhelm Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira