Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum 17. nóvember 2006 00:01 Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega." Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega."
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum