Útfærslan á kjöttollinum er enn óljós 16. nóvember 2006 06:30 kjötborðið í nóatúni Kaupmenn eru sammála um að þeir þurfi að sjá betur útfærslu á allt að fjörutíu prósenta tollalækkun á almennum kjötvörum til að geta sagt til um verðlækkunina. Ýmislegt er óljóst í því sambandi, til dæmis hvort reglum um innflutning verður breytt og magnið gefið frjálst. Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa.
Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira