Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu 16. nóvember 2006 06:30 Arnar Jensson Kallar eftir umræðu um málsmeðferðir. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur." Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur."
Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira