Endurkoma Árna einstök í sögunni 14. nóvember 2006 06:45 MYND/GVA Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka." Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka."
Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira