Endurkoma Árna einstök í sögunni 14. nóvember 2006 06:45 MYND/GVA Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka." Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka."
Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira