Bara tveir eftir í múm 12. nóvember 2006 06:00 Hljómsveitin múm hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar að undanförnu. Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. Söngkonan Kristín Anna Valtýsdóttir hætti í múm fyrir um það bil ári og hefur dvalið mest í New York síðan þá. "Hana langaði að prófa nýja hluti og skoða heiminn," segir Gunnar, sem hefur einnig komið fram undir nafninu Illi Vill. Áður hafði tvíburasystir hennar Gyða hætt í sveitinni árið 2002. Múm hefur lokið við gerð nýrrar plötu sem var tekin upp í Finnlandi. Var Kristín ekki með á henni. Gunnar játar að erfitt hafi verið að missa hana úr sveitinni eftir mörg ár í framlínunni. "Það voru mikil viðbrigði en hlutirnir breytast og þróast. Hún var hætt áður en við gerðum þessa nýju plötu. Þetta var náttúrulegt ferli. Við vorum ekkert að láta einhvern herma eftir henni," segir hann. Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, söng töluvert á plötunni, auk þess sem þær Hildur Guðnadóttir og Ólöf Arnalds ásamt Eika koma við sögu. Finnskur trommari hefur spilað töluvert með múm að undanförnu og mun hann koma fram á tónleikunum í Höllinni. "Við erum rosaspenntir. Ég hlakka mikið til enda verður þetta í fyrsta skipti sem við spilum saman með nýtt "line-up"," segir Gunnar. Þetta verða fyrstu tónleikar múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í Tapei, höfuðborg Taívans, fyrir rúmu ári. Síðast spilaði sveitin hér á landi í ágúst í fyrra á Snæfellsnesi. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. Söngkonan Kristín Anna Valtýsdóttir hætti í múm fyrir um það bil ári og hefur dvalið mest í New York síðan þá. "Hana langaði að prófa nýja hluti og skoða heiminn," segir Gunnar, sem hefur einnig komið fram undir nafninu Illi Vill. Áður hafði tvíburasystir hennar Gyða hætt í sveitinni árið 2002. Múm hefur lokið við gerð nýrrar plötu sem var tekin upp í Finnlandi. Var Kristín ekki með á henni. Gunnar játar að erfitt hafi verið að missa hana úr sveitinni eftir mörg ár í framlínunni. "Það voru mikil viðbrigði en hlutirnir breytast og þróast. Hún var hætt áður en við gerðum þessa nýju plötu. Þetta var náttúrulegt ferli. Við vorum ekkert að láta einhvern herma eftir henni," segir hann. Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, söng töluvert á plötunni, auk þess sem þær Hildur Guðnadóttir og Ólöf Arnalds ásamt Eika koma við sögu. Finnskur trommari hefur spilað töluvert með múm að undanförnu og mun hann koma fram á tónleikunum í Höllinni. "Við erum rosaspenntir. Ég hlakka mikið til enda verður þetta í fyrsta skipti sem við spilum saman með nýtt "line-up"," segir Gunnar. Þetta verða fyrstu tónleikar múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í Tapei, höfuðborg Taívans, fyrir rúmu ári. Síðast spilaði sveitin hér á landi í ágúst í fyrra á Snæfellsnesi.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira