Olíumengun var í Glúmsstaðadalsá 23. október 2006 07:45 Rykmý horfið Skýrsla Náttúrustofu Austurlands sýnir að rykmý hvarf síðari hluta sumars. Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira