Valur hirti toppsætið af HK 22. október 2006 12:15 Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn. Íþróttir Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn.
Íþróttir Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira