Skagamenn rannsaka málið 17. október 2006 07:00 Árni Páll Árnason Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Árni Páll Árnason, segist hafa verið varaður við símhlerunum. Málið hefur verið tekið upp hjá embætti Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira