Milljóna fjárveiting vegna Baugsmálsins 8. október 2006 07:30 Sigurður Tómas í héraðsdómi. Sigurður Tómas afhendir lögmönnum ákærðu málsgögn í dómsal. Málið verður tekið til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira