Krefst bóta vegna læknamistaka 7. október 2006 08:30 LÆKNAVAKTIN Er mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækinir. Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar. Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar.
Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira