Kvótakerfinu ekki um að kenna 7. október 2006 06:00 Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins," segir hann. „Þéttbýlismynstrið hérlendis mótaðist að miklu leyti af þeirri staðreynd að nær allir flutningar fóru fram á sjó frá um 1880-1950. Á þessum tíma lá þjóðvegurinn yfir sjóinn og öll byggð þjappaðist við strandir og útnes sem lágu vel við skipaflutningum en landflutningar voru erfiðir og seinfærir," segir Ásgeir. „Þannig myndaðist þéttbýlisnet í kringum sjósamgöngurnar og sjávarbyggðirnar höfðu yfirburði yfir byggðir innar í landi. Það sést til dæmis vel á þeirri staðreynd að árið 1930 var auðveldara að fara frá Reykjavík til Ísafjarðar en til Selfoss því þangað lá enginn vegur, enda hófst þéttbýlismyndun mjög snemma á Vestfjörðum en ekki fyrr en eftir seinna stríð á Suðurlandi," bendir hann á. Þetta snerist hins vegar allt við eftir seinni heimsstyrjöldina þegar vegakerfið var byggt upp og landsmenn eignuðust bíla. „Við það færðist samgöngunetið inn á þjóðvegina og áður blómstrandi staðir eins og Ísfjörður stóðu höllum fæti í samanburði við önnur byggðarlög innar í landi er voru í betra vegasambandi við höfuðborgarsvæðið. Þessi afdrifaríka breyting á samgönguháttum er raunverulega ástæðan fyrir því af hverju sjávarbyggðum fór að hnigna, ekki kvótakerfið, eins og margir vilja halda fram enda hófst hnignunin mun fyrr en kvótakerfið varð að veruleika," segir Ásgeir. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins," segir hann. „Þéttbýlismynstrið hérlendis mótaðist að miklu leyti af þeirri staðreynd að nær allir flutningar fóru fram á sjó frá um 1880-1950. Á þessum tíma lá þjóðvegurinn yfir sjóinn og öll byggð þjappaðist við strandir og útnes sem lágu vel við skipaflutningum en landflutningar voru erfiðir og seinfærir," segir Ásgeir. „Þannig myndaðist þéttbýlisnet í kringum sjósamgöngurnar og sjávarbyggðirnar höfðu yfirburði yfir byggðir innar í landi. Það sést til dæmis vel á þeirri staðreynd að árið 1930 var auðveldara að fara frá Reykjavík til Ísafjarðar en til Selfoss því þangað lá enginn vegur, enda hófst þéttbýlismyndun mjög snemma á Vestfjörðum en ekki fyrr en eftir seinna stríð á Suðurlandi," bendir hann á. Þetta snerist hins vegar allt við eftir seinni heimsstyrjöldina þegar vegakerfið var byggt upp og landsmenn eignuðust bíla. „Við það færðist samgöngunetið inn á þjóðvegina og áður blómstrandi staðir eins og Ísfjörður stóðu höllum fæti í samanburði við önnur byggðarlög innar í landi er voru í betra vegasambandi við höfuðborgarsvæðið. Þessi afdrifaríka breyting á samgönguháttum er raunverulega ástæðan fyrir því af hverju sjávarbyggðum fór að hnigna, ekki kvótakerfið, eins og margir vilja halda fram enda hófst hnignunin mun fyrr en kvótakerfið varð að veruleika," segir Ásgeir.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira