Ójöfnuðurinn hefur skaðað samfélagið 6. október 2006 06:15 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Segir ríkisstjórnina hafa verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira