Vændiskonur leita skjóls fyrir dólgum 3. október 2006 03:30 Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“ Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“
Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum