Innlent

Nylon í efsta sæti í Bretlandi

Drottningarnar. Gítarleikari hljómsveitarinnar Queen sagði stúlkurnar í Nylon standa sig eins og sannar drottningar.
Drottningarnar. Gítarleikari hljómsveitarinnar Queen sagði stúlkurnar í Nylon standa sig eins og sannar drottningar.

„Þetta var algjör draumur. Queen hefur alltaf verið uppáhaldshljómsveitin mín. Ég er ennþá að jafna mig,“ sagði Steinunn Camilla, meðlimur stúlknarhljómsveitarinnar Nylon, um hrós Brian May, sem kunnastur er fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni Queen.

Gítarleikarinn fór fögrum orðum um frammistöðu íslensku stúlknahljómsveitarinnar og sagði meðal annars að þær hefðu staðið sig eins og sannar drottningar eða „queens“ eins og virðingartitilinn útleggst á ensku. Hann gaf þeim því næst vel valin ráð um tónlistar­bransann áður en hann kvaddi.

Leiðir þessara tónlistarmanna lágu sama á föstudag þegar Brian tók gamla Queen-slagarann Don‘t Stop Me Now með hljómsveitinni McFly en Nylon er á tónleikaferðalagi með meðlimum hennar. Stúlkurnar eru nú í fyrsta sæti á breskum vinsældalista, fyrir lagið Sweet Dreams sem hljómsveitin Eurythmics sló í gegn með áður. Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar, segir að óhætt sé að segja að breska þjóðin hafi tekið stúlkunum opnum örmum. Allt gangi framar björtustu vonum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×