Innlent

Gefa út ritið Níutíu raddir

Ásta Möller segir þörf fyrir samtök á borð við landssambandið og sambærileg samtök séu að myndast í ýmsum stéttum.
Ásta Möller segir þörf fyrir samtök á borð við landssambandið og sambærileg samtök séu að myndast í ýmsum stéttum.

Landssamband sjálfstæðis­kvenna hefur gefið út ritið Níutíu raddir sem geymir greinar eftir jafn margar konur. Landssambandið fagnar nú 50 ára afmæli og kemur greinasafnið út í tengslum við þau tímamót.

Hugmyndin að ritinu kviknaði út frá því að í fyrra voru 90 ár liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt að sögn Ástu Möller, formanns landssambandsins. „Þetta er innlegg 90 kvenna til þjóðfélagsmálanna, útfært til framtíðar.“

Ásta segir greinilegt að konur finni styrk í að mynda vettvang meðal kynsystra sinna. „Svona hagsmunasamtök skila verulegum árangri við að koma fram með ákveðið sjónarmið um mikilvægi kvenna í stjórnmálum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×