Horfir upp á dauðagöngu 21 árs gamals sonar síns 25. september 2006 05:30 Fanney Edda á heimili sínu. Frá þrettán ára aldri hefur sonur Fanneyjar glímt við fíkniefnavanda. Stutt er síðan hann hóf að neyta fíkniefna að nýju eftir að hafa verið vímuefnalaus í tvö ár. Ég hef þurft að fylgjast með því úr nálægð hvernig fíkniefnaneysla hefur dregið sjálfsvirðingu og lífsgleði úr syni mínum, sem að öllu jöfnu er hjartahlýr og skarpgreindur, segir Fanney Edda Pétursdóttir, móðir 21 árs gamals morfínfíkils sem bíður þess að komast í meðferð vegna veikinda sinna. Sonur hennar hefur þurft að bíða eftir því vikum saman að komast í meðferð en Fanney vonast til þess að hann komist inn á Landspítalann til afvötnunar í næstu viku og að henni lokinni í meðferð í Krísuvík, eftir mánaðartíma. Sem betur fer losna margar fjölskyldur þessa lands undan því fargi sem það er að horfa upp á fjölskyldumeðlim veslast upp vegna fíkniefnaneyslu. En hinir, sem neyðast til þess að ganga í gegnum neyslulífernið, finna of sterklega fyrir viljalausum tilraunum stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum. Sonur Fanneyjar hefur glímt við fíkniefnavanda um sjö ára skeið. Hann hefur í nokkur skipti leitað sér hjálpar á meðferðarstofnunum. Eftir að hafa haldið sér utan við fíkniefnaneyslu í tvö ár hóf hann að nýju að neyta fíkniefna fyrir ári síðan. Fanney gagnrýnir viljalausar aðgerðir stjórnvalda til þess að taka á vandanum. Það er fullkomlega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða eftir því vikum og mánuðum saman, í stöðugri lífshættu, að fá að finna fyrir vilja hjá heilbrigðisstarfsfólki til þess að taka á sjúkdómi sínum. Kannski hafa þingmenn og opinberir starfsmenn ekki upplifað það að fylgjast með börnum sínum morkna niður vegna fíkniefnaneyslu. Allir starfsmenn meðferðarstofnana, færustu sérfræðingar landsins, hafa um áratuga skeið haldið því fram að framlag hins opinbera til heilbrigðisstofnana sem taka á vímuefnavanda sé allt of lítið. Á þetta fólk hefur ekki verið hlustað. Meðal annars með þeim afleiðingum, þó að margt annað komi til, að efnilegir þjóðfélagsþegnar falla frá vegna úrræðaleysis svo tugum skiptir árlega. Sonur minn, sem nú er á endastöð í neyslu og bíður þess að reyna að fá bót meina sinna, er einn af þeim sem geta fallið frá. Hann er núna á sinni dauðagöngu. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Ég hef þurft að fylgjast með því úr nálægð hvernig fíkniefnaneysla hefur dregið sjálfsvirðingu og lífsgleði úr syni mínum, sem að öllu jöfnu er hjartahlýr og skarpgreindur, segir Fanney Edda Pétursdóttir, móðir 21 árs gamals morfínfíkils sem bíður þess að komast í meðferð vegna veikinda sinna. Sonur hennar hefur þurft að bíða eftir því vikum saman að komast í meðferð en Fanney vonast til þess að hann komist inn á Landspítalann til afvötnunar í næstu viku og að henni lokinni í meðferð í Krísuvík, eftir mánaðartíma. Sem betur fer losna margar fjölskyldur þessa lands undan því fargi sem það er að horfa upp á fjölskyldumeðlim veslast upp vegna fíkniefnaneyslu. En hinir, sem neyðast til þess að ganga í gegnum neyslulífernið, finna of sterklega fyrir viljalausum tilraunum stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum. Sonur Fanneyjar hefur glímt við fíkniefnavanda um sjö ára skeið. Hann hefur í nokkur skipti leitað sér hjálpar á meðferðarstofnunum. Eftir að hafa haldið sér utan við fíkniefnaneyslu í tvö ár hóf hann að nýju að neyta fíkniefna fyrir ári síðan. Fanney gagnrýnir viljalausar aðgerðir stjórnvalda til þess að taka á vandanum. Það er fullkomlega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða eftir því vikum og mánuðum saman, í stöðugri lífshættu, að fá að finna fyrir vilja hjá heilbrigðisstarfsfólki til þess að taka á sjúkdómi sínum. Kannski hafa þingmenn og opinberir starfsmenn ekki upplifað það að fylgjast með börnum sínum morkna niður vegna fíkniefnaneyslu. Allir starfsmenn meðferðarstofnana, færustu sérfræðingar landsins, hafa um áratuga skeið haldið því fram að framlag hins opinbera til heilbrigðisstofnana sem taka á vímuefnavanda sé allt of lítið. Á þetta fólk hefur ekki verið hlustað. Meðal annars með þeim afleiðingum, þó að margt annað komi til, að efnilegir þjóðfélagsþegnar falla frá vegna úrræðaleysis svo tugum skiptir árlega. Sonur minn, sem nú er á endastöð í neyslu og bíður þess að reyna að fá bót meina sinna, er einn af þeim sem geta fallið frá. Hann er núna á sinni dauðagöngu. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira