Atvinnulausir verði virkir 25. september 2006 01:30 Signý Jóhannsdóttir Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu. Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu.
Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum