Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk 23. september 2006 08:00 hryðjuverkin í madríd Eftir á að hyggja sjá menn nú að koma hefði mátt í veg fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og Evrópulöndum, hefðu allar upplýsingar sem fyrir lágu borist greiðlega milli öryggisþjónusta. Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum. Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum.
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira