Innlent

Ekki kunnugt um ummerki

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra er ekki kunnugt um að í dómsmálaráðuneytinu séu ummerki um starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar.

Í grein Þórs Whitehead kemur fram að bandaríska alríkislögreglan hafi gefið íslensku öryggisþjónustunni tæki til eftirlits og njósna árið 1950 og hafi slíkur búnaður borist hingað allt til loka kalda stríðsins.

Birni er ekki kunnugt um að þau tæki séu enn brúkuð hjá yfirvöldum; telur enda að þau hafi verið sniðin að kröfum kalda stríðsins og stöðu mála þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×