Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt 23. september 2006 06:00 lokaútsendingin Útsendingum NFS á sérstakri sjónvarpsrás lauk klukkan átta í gærkvöldi. Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir stýrðu seinasta fréttatímanum og kvöddu áhorfendur í lok hans. fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS. Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS.
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira