Innlent

Bæjarstjórinn vill að ríkið bjóði flugið út

flugvél Landsflugs Flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur þótti ekki nógu arðbær og því ákváðu forsvarsmenn Landsflugs að leggja hana af, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
flugvél Landsflugs Flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur þótti ekki nógu arðbær og því ákváðu forsvarsmenn Landsflugs að leggja hana af, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Landsflug hættir öllu áætlunarflugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur frá og með mánudeginum 25. september. Ákvörðunin er til komin vegna þess að flugleiðin hefur ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsflugi. Ekkert annað flugfélag flýgur þessa leið.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikilvægt að flugsamgöngum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sé haldið uppi. Hann vill að flugleiðin verði boðin út sem allra fyrst.

„Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart, við höfum átt von á því í allt of langan tíma að þessi staða komi upp,“ segir Elliði Vignis­son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við lítum svo á að vandamál gærdagsins séu orðin verkefni dagsins í dag fyrir ríkið. Samgöngur eru á forræði ríkisins og við óskum eftir viðbrögðum þaðan um þetta mál.“

Hann segist hafa rætt við fulltrúa samgönguráðuneytisins um þetta og eiga ekki von á öðru en að málið verði tekið upp á ríkisstjórnar­fundi í næstu viku. „Krafa okkar er og hefur verið ófrávíkjanleg, að flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur verði boðin út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×