Algjört leyndó hvað er í kúluskítsdrykknum 22. september 2006 06:00 YNGVI RAGNAR KÚLUSKÍTSHÖFÐINGI Með ferskan kúluskít úr Mývatni. MYND/JÓHANN ÍSBERG Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh
Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira