Lögreglan rannsakar ógn við þjóðaröryggi 21. september 2006 08:00 Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi. Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi.
Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira