Umhverfi skólans hættulegt börnum 21. september 2006 07:30 Leikskólinn Sjáland Aðgengið er mjög slæmt og eiga börn, foreldrar og kennarar í mestu erfiðleikum með að komast að skólanum. M YND/Vilhelm Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað. Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað.
Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira