Innlent

Meirihluti ungt fólk

Matvöruverslanir, Krónan, Bónus, Nettó Í Bretlandi hefur verið gert átak í innihaldsmerkingum á matvöru. Bretar eru því farnir að kaupa minna af óhollustu.
Matvöruverslanir, Krónan, Bónus, Nettó Í Bretlandi hefur verið gert átak í innihaldsmerkingum á matvöru. Bretar eru því farnir að kaupa minna af óhollustu.

Meirihluti starfsmanna matvöruverslana, veitingastaða og kráa er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í október á síðasta ári voru 46 prósent þeirra sem störfuðu í matvöruverslunum tvítugt fólk eða yngra og sextíu prósent allra sem þar störfuðu höfðu ekki náð 25 ára aldri.

Svipaða sögu er að segja af veitingahúsum og krám, þar voru 61 prósent starfsmanna 25 ára og yngri. Samtals starfa um níu þúsund manns í þessum tveimur atvinnugreinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×