Í baráttu gegn vímuefnavánni 20. september 2006 04:15 Frá vogi Þórarinn fór í gegnum starfsferla á Vogi með blaðamanni. Fólk úr öllum stéttum leitar sér hjálpar á meðferðarstofnunni til þess reyna að koma lífi sínu á réttan kjöl. MYND/Heiða Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, kallaði eftir því í Fréttablaðinu á dögunum að stjórnvöld reyndu að taka á vímuefnavandanum með trúverðugum hætti. Forvarnarstarf hefur verið eflt nokkuð á síðustu árum en vímuefnaneysla, og þá sérstaklega neysla áfengis, hefur aukist mikið síðastliðinn áratug. Aðeins lítill hluti fólks sem þjáist vegna fylgikvilla vímuefnaneyslu leitar sér hjálpar á meðferðarsjúkrahúsum eða öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessi veruleiki gerir það að verkum að einungis lítill hluti vandans, sem virðist vera rótfast samfélagsmein, kemst upp á yfirborðið. Sá hluti vandans, sem starfsfólk heilbrigðisstofnana vinnur daglega við að uppræta, er átakanlegur og erfiður viðureignar.Neysla áfengis aukist umtalsvertÍ umræðu um vímuefnavanda gleymist oft sú staðreynd, að áfengi er sá vímugjafi sem flesta dregur til dauða og dýrast er fyrir samfélagið að berjast gegn. Að því leytinu til finna heilbrigðisstofnanir fyrir því með skýrum hætti að neysla á hreinu áfengi hefur aukist um meira en 35 prósent frá því árið 1993 hér á landi, eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Neyslan hefur farið úr 4,6 lítrum af hreinu áfengi á alla Íslendinga yfir fimmtán ára aldri árið 1993, í rúma sjö lítra árið 2005. Miðað við þessar tölur drekkum við ekki lengur minnst allra Norðurlandaþjóða og „er ekki lengur marktækur munur á drykkju okkar og Svía, Norðmanna og Færeyinga ef marka má tölurnar frá Hagstofunni“, eins og segir orðrétt í ársskýrslu SÁÁ. Finnar og Danir drekka mest allra Norðurlandaþjóða en áfengisneysla þeirra er um tvöfalt meiri en hjá Íslendingum. Þverskurður af vímuefnavandanumÍ vettvangsferð sem blaðamaður fór í á dögunum á meðferðarsjúkrahúsið á Vogi, undir leiðsögn Þórarins Tyrfingssonar, blasti við þverskurður af djúpstæðu samfélagsvandamáli. Fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum samfélagsins, var þar saman komið til að taka á vímuefnafíkninni og reyna að leggja grunn að betra lífi. Rannsóknir á áfengissjúklingum og vímuefnafíklum hafa leitt í ljós að sjúkdómar, sem rekja má til vímuefnaneyslu, eru algengir og alvarlegir. „Sjúkdómarnir eru þrálátir og valda áralangri óvirkni og fötlun. Ef bati fæst ekki, deyja flestir úr fylgikvillum á aldrinum 45 til 65 ára. Þrátt fyrir þetta eru læknar seinir til að greina þessa sjúkdóma og þeirra er sjaldnast getið sem orsakaþátta í dauðsföllum, slysum og fylgikvillum,“ segir orðrétt í skýrslu SÁÁ. Andleg líðan sjúklings og aðstandendaEinn alvarlegasti fylgifiskur óhóflegrar vímuefnaneyslu er andleg vanlíðan sjúklings og hans nánustu. Hrikaleg dæmi eru til um hvernig fíkniefnaneysla fjölskyldumeðlims hefur grafið undan trausti, samheldni og venjubundnu lífi fjölskyldunnar. Því fylgir andleg þjáning fjölskyldunnar, sem óhjákvæmilega gengur í gegnum neyslulífernið með þeim sem á í hlut. Til þess að forða fjölskyldum frá því að upplifa þær hörmungar sem fylgja vímuefnavandanum hefur forvarnarstarf verið aukið umtalsvert á síðustu árum. Það gerir gagn og sýna rannsóknir að neysla ungmenna hefur minnkað. Þrátt fyrir þær niðurstöður „sýna allar upplýsingar sem teknar eru saman að vandinn er að aukast“, eins og Þórarinn lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu er hann óskaði eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum vegna vímuefnavandans. „Það þýðir ekki að bregðast við vandanum með því að lækka kostnað við meðferðir í sífellu“, sagði Þórarinn á dögunum er hann gagnrýndi heilbrigðisráðuneytið sérstaklega. Áhersla á forvarnirStjórnvöld leggja megináherslu á að efla forvarnarstarf þegar kemur að opinberum aðgerðum gegn vímuefnaneyslu. Í einföldu máli byggist hugsjónin við slíka aðferðarfræði á því grundvallaratriði að beina ungmennum frá því að lenda í klóm fíkniefna. Einhugur ríkir um það, meðal sérfræðinga á sviði vímuefna, að þessi stefna sé skynsamleg. Henni hefur verið framfylgt í skólum, ýmsum félagasamtökum og ekki síst í íþróttafélögunum. Þau hafa um árabil lagt áherslu á uppeldislegt gildi íþróttastarfs og þá staðreynd að skýr fylgni er á milli þess að ungmenni leiðist síður út í að neyta vímuefna og þess að taka þátt í íþróttastarfi. Umdeilt hefur verið um árabil hversu mikið fé hið opinbera þarf að leggja til reksturs meðferðarstofnana og hafa þær raddir heyrst reglulega, að þær séu fjársveltar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti á dögunum yfir stríði á hendur fíkniefnum um leið og hann fjallaði ítarlega um þá vá sem vímuefnavandinn er í nútíma samfélögum. Undir orð forsetans hafa fjölmargir tekið og reyna með því að skapa samstöðu í erfiðri baráttu. Óraunhæft er að uppræta vímuefnavandann innan fyrir fram ákveðinna tímamarka, það hefur margsannast. En sú viðleitni allra að trúa því að líf án vandans sé betra og til þess að fallið að bæta og lengja líf fólks er sá drifkraftur sem þarf að mati viðmælenda Fréttablaðsins að vera kjarninn í þeirri hugarfarsbreytingu sem Þórarinn kallaði eftir í Fréttablaðinu. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, kallaði eftir því í Fréttablaðinu á dögunum að stjórnvöld reyndu að taka á vímuefnavandanum með trúverðugum hætti. Forvarnarstarf hefur verið eflt nokkuð á síðustu árum en vímuefnaneysla, og þá sérstaklega neysla áfengis, hefur aukist mikið síðastliðinn áratug. Aðeins lítill hluti fólks sem þjáist vegna fylgikvilla vímuefnaneyslu leitar sér hjálpar á meðferðarsjúkrahúsum eða öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessi veruleiki gerir það að verkum að einungis lítill hluti vandans, sem virðist vera rótfast samfélagsmein, kemst upp á yfirborðið. Sá hluti vandans, sem starfsfólk heilbrigðisstofnana vinnur daglega við að uppræta, er átakanlegur og erfiður viðureignar.Neysla áfengis aukist umtalsvertÍ umræðu um vímuefnavanda gleymist oft sú staðreynd, að áfengi er sá vímugjafi sem flesta dregur til dauða og dýrast er fyrir samfélagið að berjast gegn. Að því leytinu til finna heilbrigðisstofnanir fyrir því með skýrum hætti að neysla á hreinu áfengi hefur aukist um meira en 35 prósent frá því árið 1993 hér á landi, eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Neyslan hefur farið úr 4,6 lítrum af hreinu áfengi á alla Íslendinga yfir fimmtán ára aldri árið 1993, í rúma sjö lítra árið 2005. Miðað við þessar tölur drekkum við ekki lengur minnst allra Norðurlandaþjóða og „er ekki lengur marktækur munur á drykkju okkar og Svía, Norðmanna og Færeyinga ef marka má tölurnar frá Hagstofunni“, eins og segir orðrétt í ársskýrslu SÁÁ. Finnar og Danir drekka mest allra Norðurlandaþjóða en áfengisneysla þeirra er um tvöfalt meiri en hjá Íslendingum. Þverskurður af vímuefnavandanumÍ vettvangsferð sem blaðamaður fór í á dögunum á meðferðarsjúkrahúsið á Vogi, undir leiðsögn Þórarins Tyrfingssonar, blasti við þverskurður af djúpstæðu samfélagsvandamáli. Fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum samfélagsins, var þar saman komið til að taka á vímuefnafíkninni og reyna að leggja grunn að betra lífi. Rannsóknir á áfengissjúklingum og vímuefnafíklum hafa leitt í ljós að sjúkdómar, sem rekja má til vímuefnaneyslu, eru algengir og alvarlegir. „Sjúkdómarnir eru þrálátir og valda áralangri óvirkni og fötlun. Ef bati fæst ekki, deyja flestir úr fylgikvillum á aldrinum 45 til 65 ára. Þrátt fyrir þetta eru læknar seinir til að greina þessa sjúkdóma og þeirra er sjaldnast getið sem orsakaþátta í dauðsföllum, slysum og fylgikvillum,“ segir orðrétt í skýrslu SÁÁ. Andleg líðan sjúklings og aðstandendaEinn alvarlegasti fylgifiskur óhóflegrar vímuefnaneyslu er andleg vanlíðan sjúklings og hans nánustu. Hrikaleg dæmi eru til um hvernig fíkniefnaneysla fjölskyldumeðlims hefur grafið undan trausti, samheldni og venjubundnu lífi fjölskyldunnar. Því fylgir andleg þjáning fjölskyldunnar, sem óhjákvæmilega gengur í gegnum neyslulífernið með þeim sem á í hlut. Til þess að forða fjölskyldum frá því að upplifa þær hörmungar sem fylgja vímuefnavandanum hefur forvarnarstarf verið aukið umtalsvert á síðustu árum. Það gerir gagn og sýna rannsóknir að neysla ungmenna hefur minnkað. Þrátt fyrir þær niðurstöður „sýna allar upplýsingar sem teknar eru saman að vandinn er að aukast“, eins og Þórarinn lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu er hann óskaði eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum vegna vímuefnavandans. „Það þýðir ekki að bregðast við vandanum með því að lækka kostnað við meðferðir í sífellu“, sagði Þórarinn á dögunum er hann gagnrýndi heilbrigðisráðuneytið sérstaklega. Áhersla á forvarnirStjórnvöld leggja megináherslu á að efla forvarnarstarf þegar kemur að opinberum aðgerðum gegn vímuefnaneyslu. Í einföldu máli byggist hugsjónin við slíka aðferðarfræði á því grundvallaratriði að beina ungmennum frá því að lenda í klóm fíkniefna. Einhugur ríkir um það, meðal sérfræðinga á sviði vímuefna, að þessi stefna sé skynsamleg. Henni hefur verið framfylgt í skólum, ýmsum félagasamtökum og ekki síst í íþróttafélögunum. Þau hafa um árabil lagt áherslu á uppeldislegt gildi íþróttastarfs og þá staðreynd að skýr fylgni er á milli þess að ungmenni leiðist síður út í að neyta vímuefna og þess að taka þátt í íþróttastarfi. Umdeilt hefur verið um árabil hversu mikið fé hið opinbera þarf að leggja til reksturs meðferðarstofnana og hafa þær raddir heyrst reglulega, að þær séu fjársveltar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti á dögunum yfir stríði á hendur fíkniefnum um leið og hann fjallaði ítarlega um þá vá sem vímuefnavandinn er í nútíma samfélögum. Undir orð forsetans hafa fjölmargir tekið og reyna með því að skapa samstöðu í erfiðri baráttu. Óraunhæft er að uppræta vímuefnavandann innan fyrir fram ákveðinna tímamarka, það hefur margsannast. En sú viðleitni allra að trúa því að líf án vandans sé betra og til þess að fallið að bæta og lengja líf fólks er sá drifkraftur sem þarf að mati viðmælenda Fréttablaðsins að vera kjarninn í þeirri hugarfarsbreytingu sem Þórarinn kallaði eftir í Fréttablaðinu.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira