Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega 20. september 2006 07:15 Sigrún Hjálmtýsdóttir Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira